Um Memorial
Memorial er íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2020. Við erum Netverslun sem býður fallega og trausta legsteina ásamt allri þjónustu við uppsetningu og frágang. Við leggjum áherslu á gæði og endingu í öllum okkar vörum og gegnsæi í verðlagninu. Við bjóðum upp á hágæða laservinnslu á ljósmyndum, þar sem hægt er að lasergrafa myndir á legsteina með fullkomnustu vélum sem til eru í dag.
Á vef Memoral er hægt að ganga frá kaupum á öllum stærðum af legsteinum og fylgihlutum, eins og ljóskerum, vösum, keramik myndum, leiðisrömmum og skreytingum. Uppsetning á legsteinunum er frí á höfuðborgarsvæðinu og við sendum frítt út á land.
Sveinn Valtýr er iðnaðartæknifræðingur með mastersgráðu í viðskiptafræði. Hann hefur víðtæka reynslu sem verkefnastjóri og ráðgjafi til dæmis hjá Álverinu, EY ehf og Ölgerðinni. Hann vann við stálsmíði í mörg ár og hefur auk þess unnið við hellulögn og fleiri störf sem koma sér vel í Memorial.
Lísa er líffræðingur með mastersgráðu í þjónustustjórnun á mannauðslínu frá Háskóla Íslands, hún hefur starfað síðustu 20 ár hjá Hugviti hf. sem viðskiptastjóri bæði á Íslandi og í Danmörku.
Sveinn Valtýr Sveinsson og Lísa Björg Ingvarsdóttir