Hér að neðan finnur þú algengar spurningar og svör um þjónustu Memorial.
Ef þú finnur ekki svarið sem þú ert að leita að endilega hafðu samband
Hvernig er greiðsluferlið hjá Memorial?
Þegar próförk af legsteini hefur verið samþykkt, sendum sendum við töluvpóst með reikningi og þegar þú hefur millifært á reikning Memorial, telst pöntunin staðfest. Ef valið er að greiða alla upphæðina fyrirfram er 20% afsláttur af heildarkaupum. Greiða þarf amk 30% af upphæðinni þegar pantað er til að pöntun teljist staðfest. Þegar að greiðsla hefur borist fær kaupandinn tölvupóst þar sem honum er tilkynnt að pöntun sé staðfest.
Hvenær er legsteininn settur niður?
Við leggjum metnað í að steinarnir okkar standi lengi og þurfi sem minnst afskipti í framtíðinni. Eitt af lykilatriðunum í því er að setja steininn niður í frostlausa jörðu en þá eru mun meiri líkur á að hann byrji ekki að halla á komandi árum. Við setjum því legsteinana niður frá vori og fram á haust, meðan jörð er frostlaus.
Ef við setjum stein niður í frosna jörðu munum við mæta aftur að vori og yfirfara hvort ekki sé allt í lagi með steininn og laga ef þörf þykir.
Hvað þarf að líða langur tími frá því að gröf er tekin þar til setja má niður legstein?
Þetta er aðeins mismunandi eftir því hvort um legstein á duftleiði eða hefðbundið leiði er að ræða. Ef legstein fyrir duftleiði er að ræða má setja steininn niður strax að jarðsetningu lokinni. Ef um hefðbundið leiði er að ræða er gert ráð fyrir því að legsteinn sé ekki settur niður á leiði fyrr en að 12 – 24 mánuðum síðar. Jörð þarf að jafna sig eftir að gröf er lokað. Jarðvegur getur sigið um nokkra sentimetra á fyrsta árinu og því mikilvægt að bíða með að setja legstein niður þar til jarðvegur hefur jafnað sig.
Seljið þið steina án uppsetningar?
Já við seljum steina án uppsetningar og sendum þá hvert á land sem er. Uppsetning er innifalin í verði steinsins á Höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni.
Get ég haft samband og látið útbúa annarskonar legstein en þið bjóðið upp á?
Ef áhugi er á að útbúa annarskonar legstein en við bjóðum upp á er um að gera að hafa samband við okkur. Okkar birgjar eru sérfræðingar í allskonar legsteinaframleiðslu og enginn legsteinn svo flókinn að þeir ráði ekki við að sérsmíða slíkan stein. Endilega sendu póst á memorial@memorial.is og við verðum í sambandi eins fljótt og auðið er.
Hvað er öðruvísi við lasermyndir en hefðbundnar myndir og afhverju ætti ég að kaupa svoleiðis
Við gerð lasermynda á legsteina er notast við laserskurðarvélar sem skjóta lasergeisla á steininn og rispa þannig yfirborð steinsins. Þetta skilur eftir sig fallega áferð sem endist og endist. Þessi aðferð býður upp á að mögulegt er að setja nánanst allar myndir á steininn, hvort sem það er andlitsmynd eða önnur mynd sem lýsir viðkomandi.