Lasermyndir

Við bjóðum upp á hágæða lasermyndir á legsteina

Við gerð lasermynda á legsteina er notast við laserskurðarvélar sem skjóta lasergeisla á steininn og rispa þannig yfirborð steinsins. Þetta skilur eftir sig fallega áferð og mynd sem endist. Þessi aðferð býður upp á að mögulegt er að setja nánast allar myndir á steininn, hvort sem það er andlitsmynd eða önnur mynd sem lýsir viðkomandi.
Þessar myndir er eingöngu hægt að setja á svarta legsteina og hafa skal í huga að best er að myndin sem á að setja á steininn sé í góðum gæðum.  Því betri gæði á myndinni sem send er inn, því betri verða lokagæðin á steininum.

Endilega hafið samband við okkur ef þið viljið ræða þetta frekar eða hafið hugmyndir sem ykkur langar til að framkvæma en sjáið ekki hér á síðunni.

 

Í boði eru fjórar mismunandi stæðir af myndum:
8  cm x 10 cm = 42.000 kr
11 cm x 15 cm = 47.000 kr
15 cm x 25 cm = 55.000 kr
25 cm x 35 cm = 60.000 kr